Hæstu einkunn allra fyrirtækja og raunar hæstu einkunn sem mælst hefur í Íslensku ánægjuvoginni frá upphafi hlaut Fjarðarkaup, 91,3 af 100 mögulegum en Samtök iðnaðarins kynntu niðurstöðuna í dag.
Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Sparisjóðurinn með einkunnina 78,6. Í flokki tryggingafélaga var Vörður í fyrsta sæti með 68,4. HS orka var í fyrsta sæti raforkusala með 69,8. Nova var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 79,4.