Flugumferðarstjórar samþykktu einróma á aðalfundi sínum í kvöld að undirbúa strax atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Gera má ráð fyrir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir undir lok vikunnar.
Í greinargerð með tillögu, sem samþykkt var á aðalfundi félags flugumferðarstjóra í gærkvöldi segir, að kjarasamningar flugumferðarstjóra hafi verið lausir frá því í október sl., eða í um fjóra mánuði.
„Viðræður hófust við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning í október. Þær skiluðu ekki árangri og var málinu vísað til ríkissáttasemjara í nóvember 2009.
Skemmst er frá að segja að hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðunum og því er lagt til að FÍF undirbúi aðgerðir til stuðnings kröfum sínum um nýjan kjarasamning,“ segir í þar ennfremur.
Ottó Garðar Eiríksson var á félagsfundi í gærkvöldi kjörinn formaður félagsins.