Helmingur með tekjur undir 200.000 kr.

Peningar
Peningar mbl.is/Golli

Gert er ráð fyr­ir að um ná­lægt 100.000 skattaðilar verði með und­ir 119.000 kr. í mánaðar­tekj­ur á þessu ári og að um 63. þúsund verði með tekj­ur á bil­inu 119.000 – 200.000 kr. á ár­inu. Nær helm­ing­ur þjóðar­inn­ar eða um 158.000 manns er því með áætlaðar tekj­ur und­ir 200.000 þúsund krón­um á þessu ári.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra við fyr­ir­spurn Tryggva Þórs Her­berts­son­ar frá 15. des­em­ber sl. um áætlaða tekju­dreif­ingu skatt­greiðenda á þessu ári.

Í svar­inu kem­ur einnig fram að áætlað er að 141.900 skatt­greiðend­ur verði með tekj­ur á bil­inu 200.000 – 650.000 krón­ur. Um 9.400 skatt­greiðend­ur hafi tekj­ur á bil­inu 650.000 – 1.000.000 og 3.400 skatt­greiðend­ur er áætlað að hafi tekj­ur yfir einni millj­ón króna á mánuði.

ATH að inni í þess­um töl­um eru ekki svo­kallaðar C tekj­ur sem eru t.d. fjár­magn­s­tekj­ur, leigu­tekj­ur og arður af hluta­bréf­um og hvers kyns lausa­fé.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert