Hraðakstur á Barónsstíg

Margir óku greitt um Barónsstíg. Myndin er úr safni.
Margir óku greitt um Barónsstíg. Myndin er úr safni. mbl.is/Júlíus

Brot 36 öku­manna voru mynduð á Baróns­stíg í Reykja­vík í gær. Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið Baróns­stíg í suðurátt, á milli Freyju­götu og Fjöln­is­veg­ar. Á einni klukku­stund, eft­ir há­degi, fór 101 öku­tæki þessa akst­urs­leið og því ók meira en þriðjung­ur öku­manna, eða 36%, of hratt eða yfir af­skipta­hraða.

Meðal­hraði hinna brot­legu var rúm­lega 43 km/​klst en þarna er 30 km há­marks­hraði. Fjór­ir óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mæld­ist á 61, að sögn lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Eft­ir­lit lög­regl­unn­ar á Baróns­stíg var til­komið vegna ábend­inga frá íbú­um í hverf­inu en þeir hafa kvartað und­an hraðakstri á þess­um stað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert