Lið Búvísindabrautar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri bar sigur úr býtum í hinni árlegu spurningakeppni skólans sem nefnist Viskukýrin. Keppnin hefur síðustu árum notið mikilla vinsælda, en þar keppa nemendur, heimamenn og starfsmenn LbhÍ um viskukúna.
Matsalur skólans var troðfullur þegar keppt var um Viskuna 2010 og eftir að hafa svarað misgáfulegum spurningum um hrúta, stóðhesta og landsráðunauta þá var það lið Búvísindabrautar sem bar sigur úr býtum. Logi Bergmann Eiðsson var eins og undanfarin ár spyrill í keppninni.