Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton.
Tilgangur fundarins mun vera að óska eftir aðstoð Bandaríkjamanna til þess að losa um tak Hollendinga og Breta á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og efnahagsáætlun Íslendinga sem hefur margfrestast vegna Icesave-deilunnar.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.