Telja of mikið bera á milli

Enginn ágreiningur er á milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu um efni …
Enginn ágreiningur er á milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu um efni svarbréfsins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í bréfi sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sendi Bretum og Hollendingum í gær, sem svar við tilboði þeirra um nýjan Icesave-samning,  er þess getið, að of mikið beri á milli þeirra draga sem viðræðunefnd Íslendinga kynnti á fundi með Bretum og Hollendingum í síðustu viku og þessa tilboðs til þess að það geti orðið grundvöllur frekari samningaviðræðna.

Fjármálaráðherra lýsir því jafnframt yfir í bréfinu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að Íslendingar séu reiðubúnir til frekari funda og viðræðna með fulltrúum Breta og Hollendinga.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var enginn ágreiningur á milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu um efni svarbréfs fjármálaráðherra, sem er svarbréf, ekki gagntilboð. En samkvæmt sömu heimildum var þó um einhvern áherslumun að ræða meðal þeirra sem hafa tekið þátt í viðræðunum undanfarna daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert