Ákæra útgefin á ný í vikunni

Ákæra á hendur hópi einstaklinga sem réðst inn í Alþingishúsið hinn 8. desember 2008 meðan á þingfundi stóð verður að öllum líkindum gefin út í þessari viku, að sögn Láru V. Júlíusdóttur, setts ríkissaksóknara í málinu. Annars strax eftir helgina.

Lára segist vera að leggja lokahönd á ákæruna og vill ekki upplýsa um efnisatriði hennar fyrr en sakborningum verður birt ákæran. Því er enn á huldu hvort ákæruliðir verði þeir sömu og þegar síðast var ákært, 30. desember sl., og hvort fjöldi sakborninga verður sá sami.

Níu einstaklingar voru ákærðir fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot. Sé einstaklingur sakfelldur fyrir brot gegn Alþingi skal hann sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert