Beðið með mokstur vegna veðurs

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Beðið er með mokstur í Ísafjarðardjúpi, Steingrímsfjarðarheiði, Siglufjarðarvegi frá Ketilsás í Siglufjörð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar vegna veðurs.

Á Suðurlandi eru vegir auðir. Á Vesturlandi eru víða hálkublettir.

Á norðanverðum Vestfjörðum er ófært og stórhríð og beðið með mokstur þó er orðið fært á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og til Súðavíkur. Ófært er um Klettsháls Þungfært og stórhríð er á Þröskuldum, þungfært og skafrenningur er á Kleifaheiði. Þæfingsfærð er í Reykhólasveit. Þungfært er um Strandir frá Guðlaugsvík til Hólmavíkur. Á sunnanverðum Vestfjörðum eru hálkublettir.

Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir, hálka og éljagangur er á Vatnsskarði og á Þverárfjalli. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði.

Á Norðurlandi eystra er sjóþekja, snjókoma eða éljagangur í Eyjafirði, Mývatnssveit, Mývatnsöræfum og með ströndinni. Á Austurlandi er snjóþekja og éljagangur. Þungfært er um Vopnafjarðarheiði og mokstur stendur yfir.

Vegir á Suðausturlandi eru víðast auðir þó eru hálkublettir frá Kirkjubæjarklaustri að Vík, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert