Fab Lab á Sauðárkróki

Samningurinn undirritaður, f.v.: Berglind Hallgrímsdóttir, frá Nýsköpunarmiðstöð, Jón Hjartarsson skólameistari …
Samningurinn undirritaður, f.v.: Berglind Hallgrímsdóttir, frá Nýsköpunarmiðstöð, Jón Hjartarsson skólameistari FNV, Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og Snorri Styrkársson formaður stjórnar Hátækniseturs Íslands. Sveitarfélagið Skagafjörður

Samn­ing­ur um upp­bygg­ingu svo­kallaðrar Fab Lab smiðju á Sauðár­króki var und­ir­ritaður í dag. Full­trú­ar Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra, Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar, Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar Íslands og Há­tækni­set­urs Íslands und­ir­rituðu samn­ing­inn.

„Fab Lab á Sauðár­króki mun hefja starf­semi í í verk­náms­húsi Fjöl­brauta­skól­ans síðari hluta sum­ars.  Smiðjunni er ætlað að gefa frum­kvöðlum, nem­end­um, al­menn­ingi og starfs­mönn­um fyr­ir­tækja og stofn­ana tæki­færi til að láta hug­mynd­ir sín­ar verða að veru­leika með því að hanna, móta og fram­leiða hluti með aðstoð sta­f­rænn­ar tækni,“ seg­ir í frétt frá sveit­ar­fé­lag­inu Skagaf­irði.

„Von­ast er til að Fab Lab Sauðár­króki efli ný­sköp­un á svæðinu með því að auka tæknilæsi og stuðla að aukn­um áhuga á tækni­mennt­un þannig að upp úr spretti viðskipta­hug­mynd­ir og at­vinnu­tæki­færi.

Fab Lab stend­ur fyr­ir Fabricati­on La­boratory og átti hinn virti MIT há­skóli í Banda­ríkj­un­um frum­kvæði að stofn­un Fab Lab. Slík­ar starf­ræn­ar smiðjur eru t.d. víða í Banda­ríkj­un­um, Gh­ana, Suður-Afr­íku, Costa Rica, Indlandi og á Spáni auk Vest­manna­eyja en þar opnaði Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands Fab Lab árið 2008.

Smiðjan í Vest­manna­eyj­um fær um 300 heim­sókn­ir á mánuði yfir vet­ur­inn og á meðal gesta eru hönnuðir, al­menn­ing­ur, frum­kvöðlar og nema r á öll­um skóla­stig­um.Fab Lab má líkja við hráa frum­gerðarsmíði en þó er Fab Lab öfl­ugra og not­enda­vænna.

Í Fab Lab á Sauðár­króki verður horft til þess að auka og efla áhuga ung­menna og nem­enda á tækni­mennt­un og virkja þannig ný­sköp­un­ar­kraft­inn í unga fólk­inu í sam­starfi við skól­ana á svæðinu.  Frum­kvöðlar og ein­stak­ling­ar geta jafn­framt fengið aðstoð við hönn­un og fram­leiðslu í smiðjunni.  Ekki er um fjölda­fram­leiðslu að ræða, held­ur fram­leiðslu hluta til eig­in nota eða frum­gerðir.  Einnig nýt­ist Fab Lab fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í vöruþró­un­ar­ferl­inu.

Fab Lab smiðjan á Sauðár­króki er fjár­mögnuð af Há­tækni­setri Íslands með styrk frá iðnaðarráðuneyti og Sátt­mála til sókn­ar í skóla­mál­um í Skagaf­irði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert