Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins, er stærsta eign flokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins, er stærsta eign flokksins.

Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008, þar af námu styrkir fyrirtækja rúmlega 8,6 milljónum króna. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni upplýsingar um fjármál hans á árinu 2008.

Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka mega fyrirtæki að hámarki styrkja stjórnmálaflokka um 300 þúsund krónur. Af 39 fyrirtækjum sem styrktu Sjálfstæðisflokkinn árið 2008 styrktu 23 hann um 300 þúsund.

Rekstrartekjur Sjálfstæðisflokksins á árinu 2008 voru 253 milljónir króna. Um 136 milljónir komu frá Alþingi og 25,6 milljónir frá sveitarfélögum. Rekstrargjöld flokksins námu 206 milljónum. Flokkurinn skuldaði í árslok 2008 um 42,6 milljónir. Eignir flokksins voru metnar á 705 milljónir.

Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga vegna ársins 2008.

Ársreikningur 2008

Styrkir 2008

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka