Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins, er stærsta eign flokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins, er stærsta eign flokksins.

Fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar styrktu Sjálf­stæðis­flokk­inn um 40 millj­ón­ir árið 2008, þar af námu styrk­ir fyr­ir­tækja rúm­lega 8,6 millj­ón­um króna. Flokk­ur­inn hef­ur birt á heimasíðu sinni upp­lýs­ing­ar um fjár­mál hans á ár­inu 2008.

Sam­kvæmt lög­um um fjár­mál stjórn­mála­flokka mega fyr­ir­tæki að há­marki styrkja stjórn­mála­flokka um 300 þúsund krón­ur. Af 39 fyr­ir­tækj­um sem styrktu Sjálf­stæðis­flokk­inn árið 2008 styrktu 23 hann um 300 þúsund.

Rekstr­ar­tekj­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins á ár­inu 2008 voru 253 millj­ón­ir króna. Um 136 millj­ón­ir komu frá Alþingi og 25,6 millj­ón­ir frá sveit­ar­fé­lög­um. Rekstr­ar­gjöld flokks­ins námu 206 millj­ón­um. Flokk­ur­inn skuldaði í árs­lok 2008 um 42,6 millj­ón­ir. Eign­ir flokks­ins voru metn­ar á 705 millj­ón­ir.

Aðrir flokk­ar hafa birt sína árs­reikn­inga vegna árs­ins 2008.

Árs­reikn­ing­ur 2008

Styrk­ir 2008

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert