Hollendingar bíða átekta

Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands
Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands

Fjár­málaráðherra Hol­lands, Jan Kees de Jager, hef­ur ekki enn sent samn­inga­nefnd Hol­lend­inga til Bret­lands til viðræðna við ís­lensku sendi­nefnd­ina vegna Ices­a­ve. Sam­kvæmt frétt Volkskr­ant er ís­lenska sendi­nefnd­in kom­in til Lund­úna en de Jager seg­ir að hol­lenska sendi­nefnd­in fari ekki utan fyrr en Íslend­ing­ar samþykkja grunn­for­send­ur til­boðs Breta og Hol­lend­inga.

Í frétt Volkskr­ant er ít­rekað að til­boðið í síðustu viku hafi verið loka­til­boð Breta og Hol­lend­inga.  

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka