Icesave fundur í London á morgun

Heimasíða Icesave.
Heimasíða Icesave. DYLAN MARTINEZ

Hollensk sendinefnd er væntanleg til London á morgun, fimmtudag til viðræðna við Íslendinga um Icesave. Heimildir Reuters herma þó að Hollendingar muni ekki ætla að ræða frekar efni samningstilboðsins frá því í síðustu viku.

Hollendingar standi fast á því að síðasta tilboð hafi verið endanlegt og að Íslendingar verði að samþykkja þá samningsskilmála sem þar séu boðnir áður en hægt sé að halda frekari viðræðum áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert