„Okkar besta boð“

Buchheit er farinn aftur til Lundúna.
Buchheit er farinn aftur til Lundúna.

Í niður­lagi bréfs Breta og Hol­lend­inga frá því sl. föstu­dags­kvöld, sem inni­held­ur gagn­til­boð land­anna til Íslend­inga um Ices­a­ve-samn­ing­inn, seg­ir orðrétt „Þetta er okk­ar besta boð“ (e. This is our best of­fer).

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins spunn­ust tals­verðar umræður um það á fund­um for­ystu­manna stjórn­mála­flokk­anna og ís­lensku viðræðunefnd­ar­inn­ar í Ices­a­ve­mál­um nú um helg­ina, hvort líta bæri á þessa setn­ingu sem af­drátt­ar­lausa yf­ir­lýs­ingu breskra og hol­lenskra stjórn­valda í þá veru að þetta væri þeirra loka­til­boð og um annað yrði ekki samið af hálfu bresku og hol­lensku þjóðanna. Ef marka má fyrstu en óform­legu viðbrögð Breta og Hol­lend­inga við bréfi fjár­málaráðherra, er talið allt eins lík­legt að nýr samn­inga­fund­ur Breta, Hol­lend­inga og Íslend­inga verði í dag eða á morg­un í Lund­ún­um.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins kvaðst Lee Buchheit, banda­ríski sér­fræðing­ur­inn sem fer fyr­ir ís­lensku viðræðunefnd­inni, vera undr­andi á því orðalagi sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar notuðu í til­boði sínu, um sitt besta boð. Slíkt orðalag væri óvenju­legt á þessu stigi máls­ins. Hann mun jafn­framt hafa greint for­ystu­mönn­um stjórn­mála­flokk­anna frá þeirri skoðun sinni að hugs­an­lega væri hér um samn­inga­tækni­legt atriði að ræða hjá Bret­um og Hol­lend­ing­um og það þyrfti ein­fald­lega að koma í ljós hvort Bret­ar og Hol­lend­ing­ar væru reiðubún­ir til þess að setj­ast að samn­ingaviðræðum með Íslend­ing­um á nýj­an leik.

Í gær­kvöldi var allt eins bú­ist við nýj­um viðræðufundi í Lund­ún­um í dag eða á morg­un. Buchheit er nú þegar kom­inn til Lund­úna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert