Óttast um fiskimiðin

Skotar gætu misst yfirráð yfir aflaheimildum í eigin lögsögu nái breytingartillögur á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (CFP) fram að ganga á Evrópuþinginu en stefnt er að því að greiða atkvæði um þær í dag.

Þetta er mat Struan Stevenson, þingmanns skoska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, sem varar við afleiðingunum fyrir skoskan sjávarútveg.

Spænskir togarar geti sótt sjó í skoskri landhelgi og landað aflanum í heimahöfn þannig að tekjurnar kæmu aldrei inn í landið. Með breytingunum geti Spánverjar haldið því fram að þeir eigi sama nýtingarrétt og Skotar á veiðisvæðum þeirra.

 Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert