Veitir ekki upplýsingar um veð

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Seðlabank­inn tel­ur sér ekki heim­ilt að veita upp­lýs­ing­ar um hvaða bank­ar eða banki hafi sett hús­næðislán sín að veði í Seðlabank­an­um. Bank­inn hef­ur tekið veð í slík­um lán­um í tengsl­um við lána­fyr­ir­greiðslu til ein­stakra fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þetta kem­ur fram í svari efna­hags- og viðskiptaráðherra.

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði ráðherra um íbúðalán í eigu Seðlabanka Íslands. Því var auðsvarað; „Seðlabank­inn hef­ur ekki eign­ast nein íbúðalán og því eru eng­in slík lán á bók­um bank­ans“.

Hins veg­ar hef­ur hann eins og áður seg­ir tekið veð í slík­um lán­um. Bank­inn vís­ar hins veg­ar í 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands þegar kem­ur að því að upp­lýsa um þau veð.

Í grein­inni seg­ir: „Bankaráðsmenn, [seðlabanka­stjóri, aðstoðarseðlabanka­stjóri, nefnd­ar­menn í pen­inga­stefnu­nefnd] og aðrir starfs­menn Seðlabanka Íslands eru bundn­ir þagn­ar­skyldu um allt það sem varðar hagi viðskipta­manna bank­ans og mál­efni bank­ans sjálfs, svo og um önn­ur atriði sem þeir fá vitn­eskju um í starfi sínu og leynt skulu fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert