Bill Clinton fór víða í rúmlega fimmtíu mínútna erindi sem hann hélt við Berkeley háskólann í Bandaríkjunum í gær. Allt frá skelfilegu ástandi á Haítí til þess hvernig alþjóðlega fjármálakreppan kafsigldi íslenska hagkerfinu. Er þetta fyrsta skipti sem Clinton kemur fram opinberlega frá því að hann fór í kransæðavíkkun fyrr í mánuðinum.
Segir í frétt San Francisco Chronicle að um tvö þúsund ungmenni hafi hlýtt á forsetann fyrrverandi. Talaði hann um hreinlætismál á Haítí í kjölfar skjálftans skelfilega en Clinton hefur heimsótt Haítí tvívegis frá jarðskjálftanum. Krufði Clinton það hvernig fjármálakreppan hafi kafsiglt íslensku efnahagslífi.