Ekkert ferðaveður í Eyjum

Flogið yfir Vestmannaeyjar.
Flogið yfir Vestmannaeyjar. mbl.is/RAX

Enn er ekk­ert ferðaveður í Vest­manna­eyj­um en mikið óveður hef­ur gengið yfir Heima­ey síðan í nótt, kaf­hríð og stöðug ofan­koma. Mann­hæða háir snjó­skafl­ar eru nú á göt­um bæj­ar­ins en illa hef­ur gengið að ryðja göt­ur þar sem fennt hef­ur ofan í ruðning­inn jafn óðum.  

Snjóruðningi var hætt um tíma í morg­un þar sem ekki sást handa skil en áætlað er að hefja störf aft­ur eft­ir há­degi. Fólki er bent á að halda sig inn­an­dyra og fara ekki út nema í al­gjör­um neyðar­til­vik­um, að því er seg­ir á frétta­vefn­um Eyja­f­rétt­ir.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem feng­ust hjá Björg­un­ar­fé­lagi Vest­manna­eyja hef­ur fólki verið skutlað til og frá vinnu í morg­un. „Við höf­um verið með tvo bíla og sá þriðji er að bæt­ast við núna. Staðan eins og er, er hins veg­ar þannig að ann­ar bíll­inn er kom­inn hingað inn þar sem við erum að taka meira loft úr dekkj­un­um og hreinsa rúðurn­ar. Hinn bíll­inn sem við eig­um er fast­ur út í bæ og þriðji bíll­inn, sem er í eigu eins meðlima Björg­un­ar­fé­lags­ins, er á leiðinni.

Neyðar­til­vik hafa al­gjör­an for­gang hjá okk­ur en annað er látið mæta af­gangi,“ sagði Sindri Val­týs­son hjá Björg­un­ar­fé­lag­inu en 10 til 15 björg­un­ar­sveit­ar­menn eru á vakt eins og er. 

Sjá nán­ar á Eyja­f­rétt­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert