Enn fjölgar gjaldþrotum

Gjaldþrotum fjölgar og nýskráningum fækkar
Gjaldþrotum fjölgar og nýskráningum fækkar mbl.is/Ómar

Í janúar voru 92 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 73 fyrirtæki í janúar 2009, sem jafngildir rúmlega 26% fjölgun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Nýskráningum fyrirtækja fækkaði hins vegar um 30% á milli ára, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Í janúar 2010 voru skráð 157 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 223 einkahlutafélög í janúar 2009, sem jafngildir tæplega 30% fækkun milli ára.  Einnig voru skráð 96 samlagsfélög (slf) í janúar sem er svipaður fjöldi og skráður var allt árið 2009 þegar 97 samlagsfélög voru skráð.

Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum en flest samlagsfélög voru skráð í Heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert