Erfið færð víða um land

Snjóþekja og snjó­koma er á Reykja­nes­braut og raun­ar öllu suðvest­ur horn­inu.

Á Suður­landi eru hálku­blett­ir og élja­gang­ur á Sand­skeiði, Hell­is­heiði og í Þrengsl­um. Hálku­blett­ir eða snjóþekja er víða.

Á Vest­ur­landi er þæf­ings­færð og élja­gang­ur und­ir Hafn­ar­fjalli. Snjóþekja og élja­gang­ur í er í upp­sveit­um Borg­ar­fjarðar en hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur er í Borg­ar­f­irði og á Holta­vörðuheiði.

Á Norðan­verðu Snæ­fellsnesi og á Vatna­leið eru hálku­blett­ir og élja­gang­ur. Skafrenn­ing­ur ásamt hálku­blett­um er á Fróðár­heiði.

Á Vest­fjörðum er hálka og skafrenn­ing­ur á Súðavík­ur­hlíð og Flat­eyr­ar­veg. Snjóþekja og snjó­koma er á Gem­lu­falls­heiði. Þung­fært er á Stein­gríms­fjarðar­heiði og í Ísa­fjarðar­djúpi en ófært er um Þrösk­ulda. Hægt er að fara um Strand­ir þar sem er snjóþekja og snjó­koma. Þæf­ings­færð er allt frá Kollaf­irði að Svína­dal en unnið er að hreins­un. Haf­inn er mokst­ur á Kletts­háls.

Hálku­blett­ir eru víðast hvar á Norður­landi vestra. Snjóþekja og snjó­koma er þó á Vatns­skarði. Í Skagaf­irði eru hálku­blett­ir og élja­gang­ur. Norðaust­an­lands er élja­gang­ur, snjóþekja eða hálka.

Á Aust­ur­landi eru hálku­blett­ir á Möðru­dals­ör­æf­um en þung­fært á Vopna­fjarðar­heiði, þar er þó haf­inn mokst­ur. Snjóþekja er mjög víða eins og til að mynda á Fjarðar­heiði og á Vatns­skarði eystra. Hálka er þó á Oddsk­arði og svo hálku­blett­ir frá Fá­skrúðsfirði að Höfn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert