Bílar fastir undir Hafnarfjalli

Björgunarsveitarmenn úr Brák í Borgarnesi hafa verið önnum kafnir við …
Björgunarsveitarmenn úr Brák í Borgarnesi hafa verið önnum kafnir við að aðstoða bílstjóra í dag. Myndin er úr safni. Þorkell Þorkelsson

Bíla­lest er nú föst við Hafnará und­ir Hafn­ar­fjalli og í lest­inni er m.a. snjóruðnings­bíll stopp. Mikið óveður geis­ar á þess­um slóðum. Björg­un­ar­sveit­in Brák í Borg­ar­nesi er með fjóra bíla úti og hafa björg­un­ar­sveit­ar­menn­irn­ir ekki komið í hús frá því um kl. 16.00 í dag. 

Guðmund­ur Finn­ur Guðmunds­son, í stjórn­stöð Brák­ar, sagði að törn­in hafi byrjað um klukk­an fjög­ur í dag. Síðan eru komn­ar 32 beiðnir um aðstoð. Í flest­um til­vik­um hef­ur fólk ekið útaf og beðið um aðstoð.

Nú er „aðalak­sjón­in“ und­ir Hafn­ar­fjalli, eins og Guðmund­ur orðaði það. Bíla­lest er stopp við Hafnarána. Bíl­stjóri á snjóruðnings­bíl kvaðst sjá í næsta bíl fyr­ir fram­an og ekk­ert vita hvað væri að ger­ast. Rétt fyr­ir klukk­an 22.00 var hann bú­inn að vera stopp í bíla­lest­inni í um hálf­tíma.

„Okk­ar menn eru að ná lest­inni af stað núna í átt að Borg­ar­nesi. Svo eru aðrir að koma á móti og þar er bíll með kerru útaf,“ sagði Guðmund­ur. Hann sagði að eng­in al­var­leg óhöpp hafi orðið og svo virðist sem að það sé að greiðast úr um­ferðahnútn­um.

Und­ir Hafn­ar­fjalli var um 20 m/​s vind­ur um kl. 22.00 og upp und­ir 28 m/​s í hviðum.

Brák hef­ur verið með þrjá bíla úti í all­an dag og einn láns­bíl að auki. Eng­inn þeirra hef­ur komið í hús frá því Guðmund­ur kom í stjórn­stöðina um kl. fjög­ur í dag. 

Rík­is­út­varpið greindi frá því að marg­ir hafi beðist gist­ing­ar í Borg­ar­nesi og allt gistipláss að verða upp­urið þar í bæ. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert