Framtakssjóður Íslands fjárfestir til að hafa áhrif

Ágúst Einarsson.
Ágúst Einarsson. Kristinn Ingvarsson

„Þar sem við förum inn gerum við það myndarlega til að hafa áhrif. Við erum ekki bara að koma með peninga til að fylla upp í eyður hjá öðrum,“ segir Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, sem er fjárfestingasjóður lífeyrissjóðanna.

Enginn hljómgrunnur er fyrir því innan öflugustu lífeyrissjóða landsmanna að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum sem verða undir stjórn eða að einhverju leyti í eigu umdeildra útrásarvíkinga.

Þetta er almennt sjónarmið innan lífeyrissjóðanna og í launþegahreyfingunni. Að óbreyttum forsendum mun sjóðurinn því ekki fjárfesta í Högum, en Arion-banki áformar að selja fyrirtækið á markaði.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka