Fundi lokið án niðurstöðu

Icesave viðræður hafa staðið yfir að undanförnu
Icesave viðræður hafa staðið yfir að undanförnu Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fundi Íslend­inga með Bret­um og Hol­lend­ing­um um Ices­a­ve málið lauk í dag án niður­stöðu. Full­trú­ar þjóðanna þriggja hafa átt fundi í Lund­ún­um síðastliðnar tvær vik­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Við höfðum von­ast til þess að sam­eig­in­leg niðurstaða um bætt kjör í Ices­a­ve-mál­inu næðist“, seg­ir  Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra í til­kynn­ingu.

„Það hef­ur enn ekki tek­ist. Báðir aðild­ar lögðu fram upp­byggi­leg­ar til­lög­ur en enn grein­ir þjóðirn­ar tölu­vert á. Við mun­um nú ræða við samn­inga­menn okk­ar þegar þeir eru komn­ir aft­ur heim.“

Íslensk­ir kjós­end­ur munu ganga að kjör­borði 6. mars næst­kom­andi þar sem greidd verða at­kvæði um gildi laga nr. 1/​2010 um breyt­ingu á lög­um nr. 96/​2009, um heim­ild til handa fjár­málaráðherra fyr­ir hönd rík­is­sjóðs til að ábyrgj­ast lán Trygg­ing­ar­sjóðs inn­stæðueig­enda og fjár­festa frá breska og hol­lenska rík­inu til að standa straum af greiðslum til inn­stæðueig­enda hjá Lands­banka Íslands hf.        For­seti Íslands synjaði þess­um lög­um staðfest­ing­ar 5. janú­ar 2010.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert