Gróa nýr formaður FSH

Efri röð frá vinstri: Sigríður Dögg Auðnsdóttir, Marín Hrafnsdóttir, Áslaug …
Efri röð frá vinstri: Sigríður Dögg Auðnsdóttir, Marín Hrafnsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir formaður FSH, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þórdís Pálsdóttir, Linda Udengård, Ellen Calmon og Aðalheiður Birna Einarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Dofri Hermannsson, Valdimar Daníelsson og Renato Gruenenfelder. Á myndina vantar fulltrúa Garðabæjar og Álftaness.

Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands, var kjörin nýr formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær.

Alls mættu um 100 manns á fundinn og var einróma vilji fundarmanna að blása lífi í samtökin sem voru stofnuð árið 1988 enda sé bæði þörf og vilji til samstarfs aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tilkynningu.  

 Fulltrúar sveitarfélagana í stjórn FSH eru eftirfarandi og voru tilnefndir voru fyrir aðalfundinn: Frá Reykjavíkurborg Áslaug Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, Linda Udengård deildarstjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og Aðalheiður Birna Einarsdóttir Kjósahreppi.

Fjórir stjórnarmenn til viðbótar sem koma úr ferðaþjónustugeiranum, voru kjörnir á fundinum: Renato Gruenenfelder framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, Þórdís Pálsdóttir hjá Reykjavík Hotels, Ingibjörg Guðmundsdóttir Skemmtigarðinum og Þorvaldur Daníelsson hjá Starfsmannafélaginu.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert