Sendinefnd Íslands í Icesave-deilunni fundar nú með sendinefnd á vegum hollenskra og breskra stjórnvalda í Lundúnum. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu hófst fundurinn klukkan 15. Er þetta fyrsti fundur ríkjanna þriggja frá því Íslendingar höfnuðu tilboði Breta og Hollendinga á mánudag.