InDefence til Hollands

Fulltrúar InDefence á Bessastöðum
Fulltrúar InDefence á Bessastöðum Ómar Óskarsson

InD­efence hóp­ur­inn hef­ur fengið staðfest­an fund með fjár­laga­nefnd hol­lenska þings­ins þann 9. mars nk. Þetta verður fyrsti op­in­beri fund­ur­inn sem ís­lensk­ir aðilar eiga með þing­mönn­um í Hollandi til að ræða Ices­a­ve málið, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá hópn­um.

„Fund­ur­inn fer fram þrem­ur dög­um eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve á Íslandi. Enn virðist því vera full­ur vilji hjá hol­lensk­um þing­mönn­um að halda áfram viðræðum þó nú­ver­andi Ices­a­ve samn­ing­ar yrðu felld­ir í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Á fund­in­um mun InD­efence kynna laga­lega og efna­hags­lega stöðu Ices­a­ve máls­ins og af­stöðu hóps­ins, auk þess að ræða for­dæma­laus­ar aðstæður Íslands sem vitnað er til í hinum svo­kölluðu Brus­sel viðmiðum sem þjóðirn­ar þrjár og Evr­ópu­sam­bandið und­ir­rituðu í nóv­em­ber 2008," seg­ir í til­kynn­ingu frá InD­efence. 
 
InD­efence hóp­ur­inn hef­ur ít­rekað orðið var við að víða er­lend­is gæt­ir mis­skiln­ings um grund­vall­ar­atriði Ices­a­ve máls­ins og ljóst er að kynn­ingu á málstað Íslands hef­ur verið veru­lega ábóta­vant, seg­ir jafn­framt í frétta­til­kynn­ingu.

InD­efence hóp­ur­inn tel­ur fund­ar­boð nefnd­ar­inn­ar bera vott um ein­dreg­inn vilja hol­lenskra þing­manna til að kynna sér staðreynd­ir máls­ins og málstað hóps­ins og er ánægður með þann rúma tíma sem fund­in­um er ætlaður, eða ein og hálf klukku­stund.
 
Gagn­kvæm­ur skiln­ing­ur málsaðila á máls­at­vik­um og aðstæðum hvors ann­ars er grunn­ur­inn að sann­gjarnri og rétt­látri lausn á Ices­a­ve mál­inu. InD­efence lít­ur á þenn­an fund sem mik­il­vægt tæki­færi til að efla skiln­ing milli þjóðanna tveggja og koma sam­skipt­um milli þeirra í upp­byggi­leg­an far­veg," seg­ir í til­kynn­ingu hóps­ins.
 
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert