Ríkið sýknað af kröfum Impregilo

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur sýknaði í dag ís­lenskra ríkið af kröfu ít­alska verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Impreg­i­lo en áður hafði Hérðas­dóm­ur Reykja­vík­ur dæmt ríkið til að greiða rúma 1,23 millj­arða kr. vegna of­greiddr­ar staðgreiðslu af laun­um portú­galskra starfs­manna sem ráðnir voru af starfs­manna­leig­um. Ríkið var að auki dæmt til að greiða 600 millj­ón­ir í drátt­ar­vexti.

Impreg­i­lo reisti kröfu sína á því að fé­lagið ætti rétt á end­ur­greiðslu sam­kvæmt lög­um um end­ur­greiðslu of­tek­inna skatta og gjalda. Hæstirétt­ur taldi hins veg­ar að fé, sem Impreg­i­lo hefði verið gert að skila vegna staðgreiðslu af laun­um portú­gölsku starfs­mann­anna, hefði ekki verið of­tekið þar sem ís­lenska ríkið hefði átt rétt­mæta kröfu til fjár­ins.

Þá væri rétt­ur til end­ur­greiðslu sam­kvæmt lög­un­um á hendi gjald­and­ans sjálfs, en Impreg­i­lo hefði haft milli­göngu við að upp­fylla skatt­skyldu, sem hvíldi á öðrum, en ekki verið í hlut­verki gjald­anda. Var því ekki fall­ist á að Impreg­i­lo gæti með stoð í lög­un­um krafið ríkið um end­ur­greiðslu staðgreiðslu af laun­um.

Þá var því hafnað að Impreg­i­lo gæti stutt kröfu sína með al­menn­um regl­um fjár­muna­rétt­ar­ins um end­ur­greiðslu of­greidds fjár, enda ættu sömu sjón­ar­mið við um of­tekið fé og um end­ur­greiðslu sam­kvæmt lög­un­um.

Loks reisti Impreg­i­lo kröfu sína á því að ís­lenska ríkið bæri ábyrgð eft­ir regl­um skaðabóta­rétt­ar á tjóni, sem fé­lagið hefði orðið fyr­ir. Hæstirétt­ur féllst á það ríkið hefði með ólög­mæt­um hætti brotið rétt á Impreg­i­lo með því að knýja fé­lagið til að hafa milli­göngu um staðgreiðslu­skil af laun­um portú­gölsku starfs­mann­anna að und­an­tekn­um þeim hluta laun­anna, sem stafaði af mun á ís­lensk­um og portú­gölsk­um laun­um.

Rétt­ur­inn taldi hins veg­ar var talið að Impreg­i­lo hefði van­rækt skyldu sína til að tak­marka tjón sitt og hefði því fyr­ir­gert rétti til bóta. Var ríkið því sýkn af kröf­um Impreg­i­lo að því er varðaði þann hluta þeirra, sem stafaði af staðgreiðslu­skil­um af laun­um starfs­manna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert