Samfylkingin tuktar þingmenn vinstri grænna til

Þingmenn VG tóku málaleitan samstarfsflokksins fálega og sumir mjög illa.
Þingmenn VG tóku málaleitan samstarfsflokksins fálega og sumir mjög illa. Ómar Óskarsson

Sameiginlegur þingflokksfundur beggja stjórnarflokka, Samfylkingar og vinstri grænna, var haldinn síðdegis í gær. Aðalumfjöllunarefnið var ESB og aðildarumsókn Íslands.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom á fundinum fram sú eindregna afstaða Samfylkingarinnar, að þingmönnum hennar þætti nóg um hversu frjálslega og óheft þingmenn VG hefðu tjáð sig um andstöðu sína við aðild Íslands að ESB.

Samfylkingin fór því, samkvæmt heimildum blaðsins, þess á leit að þingmenn vinstri grænna hefðu hægt um sig, nú í aðdraganda aðildarviðræðna, og geymdu sér yfirlýsingar um andstöðu við aðild, þar til út í kosningabaráttu væri komið um aðildarsamning.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka