Ætla að vekja ráðherra

Samtökin Nýtt Ísland hyggjast vekja forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eldsnemma í fyrramálið. Þeir lýsa eftir skjaldborginni sem reisa átti um heimilin í landinu.

Á heimasíðu samtakanna Nýs Íslands segir að vakningarlest samtakanna ætli að vekja leiðtoga stjórnarflokkanna eldsnemma í fyrramálið fyrir utan heimili þeirra. Vakningin mun fara þannig fram að bifreið útbúin öflugu hátalarakerfi verður ekið að heimili ráðherranna.

Samtökin boða leiðtogana einnig á baráttufund á Austurvelli klukkan þrjú á morgun en þar fá þeir um sig 7 mínútur til að útskýra hvað varð af skjaldborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert