Ekki nógu gott fyrir Íslendinga

Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands
Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands

Allir helstu fjölmiðlar Hollands fjalla um að Icesave-viðræðurnar hafi siglt í strand í Lundúnum í gær við Íslendinga. Haft er eftir talsmanni Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra, að jafnvel það besta sem Hollendingar og Bretar gátu boðið Íslendingum sé ekki nógu gott fyrir þá.

 Segir í hollensku blöðunum að í tilboði Hollendinga og Breta frá því í síðustu viku hafi falist lágir breytilegir vextir og tveggja ára vaxtalaust tímabil. Þetta hefði þýtt lækkun á greiðslum Íslendinga upp á 450 milljónir evra, 79 milljarða króna, hið minnsta. En samt sem áður neiti Íslendingar.

Hollensku miðlarnir segja að stór hluti Íslendinga vilji ekki endurgreiða Hollendingum og Bretum þar sem fólk telji ósanngjarnt að þjóðin greiði fyrir fall bankanna. Vegna þrýsting þessa fólks hafi forseti Íslands neitað að skrifa undir lögin.
Talsmaður hollenska fjármálaráðherrans segir að hollensk stjórnvöld trúi enn á að Íslendingar endurgreiði lánið.

 Sjá frétt NRC   

Financieele dagblad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert