Fiskeldi upp í miðjar fjallshlíðar

Frá Arnarfirði
Frá Arnarfirði Af vef Bæjarins besta

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hefur gefið út níu starfsleyfi til kvíaeldis laxfiska í sjó í Arnarfirði. Um er ræða starfsleyfi til að stunda fiskeldi við strendur landsins. Hagsmunaaðilar hafa mótmælt því að ekki séu gerðar meiri kröfur fyrir slíkar leyfisveitingar og segja þær vera komnar í óefni en eins og fram hefur komið hafa tvö fyrirtæki sótt um stuðning yfirvalda við áætlanir sínar um fiskeldi í sveitarfélaginu.

„Menn leggja ekki upp í milljarða framkvæmdir nema að það sé hreinsað til hér í firðinum og víðar. Sem dæmi um leyfisveitingar þá var aðili hér í bæ sem sótti um svona leyfi og sló inn vitlaust hnit og það var samþykkt hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. En þetta hnit er upp í miðri hlíð hjá flugvellinum í Arnarfirði,“ segir Jón Hákon Ágústsson, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð.

Sjá nánar á vef Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert