Skiptastjóri Fons vill rifta greiðslu á einum milljarði króna til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, meðal annars vegna náinna viðskiptatengsla Jóns og eiganda Fons, Pálma Haraldssonar. Jafnframt er talið að viðskiptin hafi verið til málamynda.
Fons lánaði Jóni Ásgeiri einn milljarð króna í júní 2008, en lánið var ætlað til þess að kaupa hlutafé í Williams-kappakstursliðinu. Lánið var á gjalddaga 2012, en var engu að síður afskrifað í febrúar 2009. Lánið var greitt inn á tékkareikning Jóns Ásgeirs, en lánasamningur var engu að síður gerður við Þú Blásól ehf. Við athugun á bókhaldi þrotabús Fons kemur hvergi fram að peningarnir hafi í raun og veru runnið til eignarhaldsfélagsins Þú Blásól.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.