Frekari fundir ekki ákveðnir

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á leið á fundinn.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á leið á fundinn. Ómar Óskarsson

Eng­ir frek­ari fund­ir hafa verið ákveðnir með Bret­um og Hol­lend­ing­um um Ices­a­ve. Stutt­um fundi for­ystu­manna stjórn­mála­flokk­anna og samn­inga­nefnd­ar­inn­ar í Stjórn­ar­ráðinu lauk nokkuð eft­ir kl. 19.00 í kvöld. Fund­ur­inn hófst kl. 18.30.

Að lokn­um fund­in­um sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra að það væri ekki úti­lokað að fram­hald yrði á viðræðunum við Breta og Hol­lend­inga. Hann hafi sagði að síma- og net­sam­band við Ísland virkaði vel og því vel mögu­legt að þjóðirn­ar ræði meira sam­an.

Frek­ari viðræður við Breta og Hol­lend­inga hafa þó ekki verið ákveðnar. Aðspurður um hvort hann teldi lík­legt að eitt­hvað gerðist í mál­inu áður en þjóðar­at­kvæðagreiðslan fer fram sagði Stein­grím­ur ekki hafa for­send­ur til að spá fyr­ir um það.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kvaðst ekki sjá fyr­ir sér að neitt muni ger­ast í þess­um mál­um áður en þjóðar­at­kvæðagreiðslan fer fram laug­ar­dag­inn 6. mars.

Bjarni taldi að samn­ing­ur­inn sem er til grund­vall­ar lög­un­um sem kosið verður um í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni sé vond­ur. Meira að segja að viðsemj­end­ur hafi nú viður­kennt í viðræðunum að fyrri samn­ing­ur­inn hafi verið slæm­ur því þeir hafi boðið skárri kosti nú.

Stein­grím­ur var spurður um frest­un á birt­ingu skýrslu rann­sókna­nefnd­ar­inn­ar. Hann taldi þessa frest­un baga­lega, en sagði ekk­ert við því að gera. 


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert