Í boðsferð ESB til Brussel

Fulltrúum hagsmunasamtaka verður boðið til Brussel.
Fulltrúum hagsmunasamtaka verður boðið til Brussel. Reuters

Evr­ópu­sam­bandið er farið að efna til boðsferða fyr­ir valda full­trúa úr ís­lensku viðskipta­lífi og hags­muna­sam­tök­um, að sögn Bænda­blaðsins.Í boðsferð sem hefst 1. mars n.k. verða m.a. full­trú­ar hags­muna­sam­taka í land­búnaði, ferðaþjón­ustu og iðnaði. 

„Þar má nefna Hörð Harðar­son formann Svína­rækt­ar­fé­lags Íslands, Björn Vík­ing Björns­son fram­kvæmda­stjóra Fjalla­lambs á Kópa­skeri og Helga Hauk Hauks­son formann Sam­taka ungra bænda. Aðrir þátt­tak­end­ur í ferðinni eru full­trú­ar frá hinum og þess­um fyr­ir­tækj­um s.s. hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu North sail­ing á Húsa­vík, Orf líf­tækni og Mar­orku svo ein­hverra sé getið,“ skrif­ar Bænda­blaðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert