Evrópusambandið er farið að efna til boðsferða fyrir valda fulltrúa úr íslensku viðskiptalífi og hagsmunasamtökum, að sögn Bændablaðsins.Í boðsferð sem hefst 1. mars n.k. verða m.a. fulltrúar hagsmunasamtaka í landbúnaði, ferðaþjónustu og iðnaði.
„Þar má nefna Hörð Harðarson formann Svínaræktarfélags Íslands, Björn Víking Björnsson framkvæmdastjóra Fjallalambs á Kópaskeri og Helga Hauk Hauksson formann Samtaka ungra bænda. Aðrir þátttakendur í ferðinni eru fulltrúar frá hinum og þessum fyrirtækjum s.s. hvalaskoðunarfyrirtækinu North sailing á Húsavík, Orf líftækni og Marorku svo einhverra sé getið,“ skrifar Bændablaðið.