Í boðsferð ESB til Brussel

Fulltrúum hagsmunasamtaka verður boðið til Brussel.
Fulltrúum hagsmunasamtaka verður boðið til Brussel. Reuters

Evrópusambandið er farið að efna til boðsferða fyrir valda fulltrúa úr íslensku viðskiptalífi og hagsmunasamtökum, að sögn Bændablaðsins.Í boðsferð sem hefst 1. mars n.k. verða m.a. fulltrúar hagsmunasamtaka í landbúnaði, ferðaþjónustu og iðnaði. 

„Þar má nefna Hörð Harðarson formann Svínaræktarfélags Íslands, Björn Víking Björnsson framkvæmdastjóra Fjallalambs á Kópaskeri og Helga Hauk Hauksson formann Samtaka ungra bænda. Aðrir þátttakendur í ferðinni eru fulltrúar frá hinum og þessum fyrirtækjum s.s. hvalaskoðunarfyrirtækinu North sailing á Húsavík, Orf líftækni og Marorku svo einhverra sé getið,“ skrifar Bændablaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert