SEB: Núverandi ástand engum í hag

DYLAN MARTINEZ

Það er engum í hag að samningaviðræður íslenskra stjórnvalda og breskra og hollenskra um lausn Icesave-deilunnar hafi runnið út í sandinn. Þetta er mat sérfræðinga sænska SEB-bankans.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum SEB að ef að íslendingar hafni Icesave-lögunum sem verða borin undir þjóðaratkvæði þann 6. mars muni það grafa undan stöðu ríkisstjórnarinnar og auka líkurnar á því að matsfyrirtækin Fitch og Standard & Poor's lækki lánshæfismat ríkissjóðs enn frekar. En að sama skapi myndi sú niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslunni leiða til þess að hvorki bresk né hollensk stjórnvöld hefðu tryggingu frá íslenska ríkinu fyrir 5 milljarða dala skuld vegna Icesave og það væri ekki gott veganesti fyrir stjórnmálamenn þessara landa í þingkosningarnar sem verða haldnar í vor. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert