Innskot undir Eyjafjallajökli

Eitthvað mikið er á seyði undir Eyjafjallajökli.
Eitthvað mikið er á seyði undir Eyjafjallajökli. rax

Kvikuinn­skot er nú í gangi und­ir Eyja­fjalla­jökli og hef­ur verið síðan um ára­mót, að sögn dr. Páls Ein­ars­son­ar jarðeðlis­fræðings. Þessu hafa fylgt jarðhrær­ing­ar og þensla jarðskorp­unn­ar. GPS mælistöð Veður­stof­unn­ar við Þor­valds­eyri hef­ur færst um 30 mm til suðurs frá ára­mót­um og einnig lyfst.

Páll sagði þetta í fjórða skipti sem svona at­b­urðarás kem­ur fram. Fyrst gerðist það 1994, svo 1999, aft­ur í fyrra­sum­ar og var þá frem­ur lítið. „Það sem nú er í gangi er ekki orðið jafnt stórt og 1999 en það stefn­ir óðfluga í það því það er mik­il ferð á þessu núna,“ sagði Páll.

Hann sagði erfitt að bera sam­an þró­un­ina nú og 1999 því gögn­in séu ekki al­veg sam­bæri­leg. GPS mæl­ing­arn­ar benda til þess að hraðinn sé að aukast.

Af 30 mm til­færslu mæl­is­ins á Þor­valds­eyri frá ára­mót­um varð 10 mm færsla á síðustu fjór­um dög­um. Færsl­an er því mæl­an­leg í milli­metr­um á dag. Hjör­leif­ur Svein­björns­son, jarðfræðing­ur á Veður­stofu Íslands, sagði að hreyf­ing jarðskorp­unn­ar við Eyja­fjalla­jök­ul hafi verið mjög hröð frá ára­mót­um og sér­stak­lega mik­ill und­an­farna fjóra til fimm daga.  Í síðustu viku hef­ur færsl­an verið 5-6 mm.

Hjör­leif­ur sagði að færsl­an á GPS stöðvun­um hald­ist í hend­ur við skjálfta­virkn­ina. Þegar færsl­an sé mik­il sé skjálfta­virkn­in jafn­framt meiri.  „Ég held að það séu all­ir sam­mála um að þetta sé vegna þess að kvika sé að troða sér inn und­ir Eyja­fjalla­jök­ul,“ sagði Hjör­leif­ur.

Hjör­leif­ur sagði að eng­inn gosórói hafi mælst und­ir Eyja­fjalla­jökli núna. Ekki eru held­ur nein merki um að hún sé að brjóta sér leið til yf­ir­borðsins. „Þetta er lík­lega mjög djúpt þarna ofan í,“ sagði Hjör­leif­ur.

Páll sagði erfitt að meta hve djúpt er á kvik­una sem er á ferðinni und­ir jökl­in­um. Hann sagði að upp­tök jarðskjálft­anna hafi verið tals­vert mikið á fimm km dýpi. Það sé etv. besta vís­bend­ing­in enn sem komið er.

Erfitt er að spá um fram­haldið, að mati Páls. „Hingað til hafa þess­ir at­b­urðir byrjað snögg­lega og líka endað frek­ar snögg­lega. Það er því ekki hægt að segja hvenær þetta hætt­ir.“

Katla, næsti ná­granni Eyja­fjalla­jök­uls, hef­ur verið ró­leg und­an­farið.  Jarðskjálfta­virkn­in hef­ur verið mest und­ir toppi Eyja­fjalla­jök­uls og þar norðaust­an við hann. Síðustu daga hef­ur hún verið að breiða úr sér.

Páll seg­ir að svipað hafi gerst 1999. Þá byrjaði jarðskjálfta­virkn­in á frem­ur þröng­um bletti und­ir fjall­inu norðaust­an­verðu og dreifðist síðan til suðurs og aust­urs. Eitt­hvað svipað virðist vera í gangi nú.

Full ástæða er til að hafa var­ann á þegar eld­fjall læt­ur svona, að sögn Páls. Hins veg­ar er ekki ástæða til að gera meira úr þess­ari at­b­urðarás en efni eru til. Í hin þrjú skipt­in sem þetta gerðist hætti at­b­urðarás­in skyndi­lega og enn sé þetta ekki orðið jafn stórt og 1999.

Veður­stof­an hef­ur sett jarðvís­inda­menn á bakvakt­ir vegna þess­ara at­b­urða til að fylgj­ast bet­ur með þeim. Al­manna­varn­ir eru einnig að fylgj­ast með þessu og Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. 

Ef eld­gos bryt­ist út und­ir jök­ul­hett­unni myndi ís­inn bráðna. Ísinn er frem­ur þunn­ur og því yrði jök­ul­hlaupið vænt­an­lega ekki stórt. Hins veg­ar ligg­ur jök­ull­inn hátt og því gæti hlaupið orðið tals­vert kraft­mikið þótt það yrði frem­ur vatns­lítið.

Hér sést hve mikið GPS-mælistöðin við Þorvaldseyri hefur mjakast til.
Hér sést hve mikið GPS-mælistöðin við Þor­valds­eyri hef­ur mjak­ast til. Veður­stofa Íslands
Kortið sýnir jarðskjálfta undir Eyjafjallajökli frá 22, febrúar.
Kortið sýn­ir jarðskjálfta und­ir Eyja­fjalla­jökli frá 22, fe­brú­ar. Veður­stofa Íslands
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert