Kolófært í Vík

Mikið fannfergi í Mýrdal og snjóflóðahætta í Reynishverfi.
Mikið fannfergi í Mýrdal og snjóflóðahætta í Reynishverfi. mbl.is

Veðrið er að mestu gengið yfir við Vík í Mýr­dal en kol­ó­fært er inn­an­bæjar í Vík. Hjá Bryn­dísi F. Harðardótt­ur, for­manns svæðis­stjórn­ar á svæði 16 hjá Lands­björgu, feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að öllu skóla­haldi hefði þegar í gær verið af­lýst í bæn­um en opið er í leik­skól­an­um. Verið er að moka í bæn­um. Björg­un­ar­sveit­in hef­ur í morg­un aðstoðað starfs­fólk dval­ar­heim­il­is­ins Hjalla­túns til og frá vinnu, auk þess sem sveit­in hef­ur fært eldri borg­ur­um vist­ir og lyf.

Björg­un­ar­sveit­in hef­ur, að sögn Bryn­dís­ar, haft í nógu að snú­ast síðan í gær. Á fjórða tug bíl­stjóra manna sem sátu fast­ir í bíl­um sín­um allt frá Pét­urs­ey í vestri og aust­ur á Mýr­dalssand þurftu aðstoð björg­un­ar­sveit­ar­manna í gær­kvöld og nótt vegna ófærðar. Bæði var um Íslend­inga og er­lenda ferðamenn að ræða. Seg­ir Bryn­dís að sem bet­ur fer hafi fólk í öll­um til­fell­um haldið kyrru fyr­ir í bíl­um sín­um, en lengst þurfti fólk að bíða í tvær klukku­stund­ir.

Seint í gær­kvöld var einnig ákveðið að flytja heim­il­is­fólkið á bæn­um Görðum und­ir Reyn­is­fjalli burt vegna hættu á snjóflóði úr fjall­inu. Bryn­dís seg­ir að þangað hafi verið kol­ó­fært og björg­un­ar­sveit­ar­menn hafi farið á snjó­bíl und­ir nótt­ina. Þeir hafi verið bún­ir að flytja fólkið að Kvía­bóli um klukk­an hálf tvö í nótt. Ábú­and­inn af Lækj­ar­bakka komst sjálf­ur burt af bæn­um sín­um, en hann var einnig rýmd­ur vegna snjóflóðahættu.

Hjá Sveini Brynj­ólfs­syni, sem er á snjóflóðavakt Veður­stof­unn­ar, feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að starfs­menn Veður­stof­unn­ar væru á leið aust­ur til að kanna aðstæður og meta hvort snjóflóðahætt­an væri liðin hjá. Sagði hann veðrið vera gengið yfir í dag, en tók fram að veður­spá­in fyr­ir nótt­ina væri hins veg­ar ekki góð og því ekk­ert hægt að segja um það að svo stöddu hvort ábú­end­ur á Görðum og Lækj­ar­bakka fengju að snúa heim í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert