Laun 22 forstjóra lækkuð

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar þarf að taka á sig launalækkun …
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar þarf að taka á sig launalækkun líkt og aðrir forstjórar ríkisfyrirtækja

Kjararáð ákvað á fundi sínum í dag að lækka laun 22 forstjóra ríkisstofnana og fyrirtækja. Meðal annars eru laun forstjóra Landspítalans, útvarpsstjóra, Landsvirkjunar og Fjármálaeftirlitsins lækkuð. Kveðið er á um það í lögum sem samþykkt voru í fyrra að kjararáð skyldi við ákvörðun sína gæta þess að föst laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra, sem nú eru 935.000 krónur á mánuði.

Kjararáð hóf öflun gagna um miðjan september 2009 með bréfi til fjármálaráðuneytisins þar sem óskað var eftir lista yfir öll félög einkaréttareðlis sem féllu undir gildissvið laganna. Í framhaldi af því voru send bréf til umræddra framkvæmdastjóra og stjórna þar sem óskað var eftir upplýsingum og gefinn kostur á að koma sjónarmiðum á framfæri við ráðið.

Kjararáð mun ákveða laun framkvæmdastjóra dótturfélaga á næstu vikum.

Hér er listi yfir þá sem lækka í launum og hvaða laun þeir fái eftir breytingarnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka