Sorphirða Reykjavíkur biður borgarbúa um að moka frá sorpgeymslum um helgina. Áfram er spáð ofankomu í Reykjavík og því er mikilvægt er að greiða leið sorphirðufólks ef losa á tunnurnar.
Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar vísar í þessu sambandi í samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík. Þar stendur meðal annars að „halda skuli greiðfærri leið að sorpgeymslum og sorpílátum og hreinsa burt snjó á vetrum.“ Þar stendur einnig að „sorpílát sem geymd eru utanhúss skuli standa á fastri undirstöðu og vera þannig staðsett að aðgangur að þeim sé greiður.“