Ósátt við veglangingu fyrir vestan

Ísafjörður
Ísafjörður mbl.is/Brynjar Gauti

„Hvað hefur klikkað? Mér er tjáð að þegar þessar vegabætur voru á teikniborðinu hafi eldri menn varað við miklum snjóalögum akkúrat á þessum stöðum“, segir Kristín Hálfdánsdóttir, rekstrarstjóri Landflutninga-Samskipa á Ísafirði í samtali við Bæjarins besta en vegurinn um Þröskulda lokaðist í gær.

Kristín segir að þegar eitthvað sé að veðri og færð geti Vestfirðingar ekki nýtt sér nýju samgönguleiðirnar sem teknar voru í gagnið á síðasta ári, hvorki veginn yfir hálsinn við Skálavík í Mjóafirði í Djúpi né veginn um Arnkötludal (Þröskulda) milli Stranda og Reykhólahrepps.

„Bílar þurfa nú, þó ekki snjói meira, að keyra gömlu leiðina fyrir nes út í Reykjanes og gömlu leiðina um Strandir. Arnkötludalurinn hefur ekki verið opnaður síðan á þriðjudag“, segir Kristín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert