Samið um atvinnumiðstöð í Hafnarfirði

At­vinnumiðstöð Hafn­ar­fjarðar verður opnuð á næst­unni þar sem sinnt verður svæðis­bund­inni vinnumiðlun, ráðgjöf og ann­arri þjón­ustu við at­vinnu­leit­end­ur í Hafnar­f­irði, einkum lang­tíma­at­vinnu­lausa og ungt fólk.

Þetta er þró­un­ar­verk­efni byggt á sam­starfs- og þjón­ustu­samn­ingi milli Vinnu­mála­stofn­un­ar og Hafn­ar­fjarðarbæj­ar með aðild Full­trúaráðs verka­lýðsfé­lag­anna í Hafnar­f­irði, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Hafn­ar­fjarðarbæ.
„Mark­mið verk­efn­is­ins er að efla þjón­ustu við unga at­vinnu­leit­end­ur og fólk sem hef­ur verið án at­vinnu um langt skeið og aðstoða þá við að verða á ný virk­ir þátt­tak­end­ur á vinnu­markaði.

Stefnt er að opn­un svæðis­bund­inna at­vinnumiðstöðva í fleiri sveit­ar­fé­lög­um á næst­unni og stór­auknu sam­starfi Vinnu­mála­stofn­un­ar við stétt­ar­fé­lög."

Árni Páll Árna­son, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra og Lúðvík Geirs­son, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði, und­ir­rituðu samn­ing­inn í dag ásamt Giss­uri Pét­urs­syni, for­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar og Har­aldi Eggerts­syni og Kol­beini Gunn­ars­syni fyr­ir hönd Full­trúaráðs verka­lýðsfé­lag­anna í Hafnar­f­irði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert