Stýring verður á makrílveiðum

Makríllinn hefur reynst búbót.
Makríllinn hefur reynst búbót.

Stýring verður á makrílveiðum Íslendinga í sumar, að sögn Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra. Varanlegu aflamarki sem byggist á aflareynslu síðustu tvö ár verður ekki úthlutað.

Ráðherra segir að kapp verði lagt á aukna vinnslu til manneldis og að skapa hámarksarð af auðlindinni fyrir þjóðina alla. Gefinn hefur verið út 130 þúsund tonna upphafskvóti á makrílveiðunum, en hvernig fyrirkomulagið verður skýrist á næstu vikum að sögn Jóns.

Hann segir að litið verði til þess að auka aðgang að veiðunum frá því sem verið hefur, þannig að fjölþættari veiðiaðferðir og fjölbreyttari skipakostur fái tækifæri.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert