Útilokar ekki einkamál

Ólafur Adolfsson, apótekari í Apóteki Vesturlands á Akranesi
Ólafur Adolfsson, apótekari í Apóteki Vesturlands á Akranesi

„Ég er mjög kát­ur með að þess­um áfanga sé lokið í bili þó þetta hafi tekið lang­an tíma. Nú get­ur málið færst á næsta stig,“ seg­ir Ólaf­ur Ad­olfs­son, apó­tek­ari í Apó­teki Vest­ur­lands á Akra­nesi, um úr­sk­urð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem birt­ur var í dag. Spurður hvað hann eigi við með næsta stig seg­ist Ólaf­ur ekki úti­loka að höfða einka­mál vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyr­ir af hálfu for­svars­manna Lyfja og heilsu. Tek­ur hann fram að mjög óeðli­legt sé að mál þurfi að taka svona lang­an tíma í vinnslu. 

„Ég er með það ágæt­lega kort­lagt hvaða ráðstaf­an­ir ég þurfti að gera til þess að tak­ast á við þessa óvægnu sam­keppni ef sam­keppni skyldi kalla. Þetta er í raun ekki sam­keppi held­ur til­raun til þess að bola mér út af markaðnum eins og ég benti á á sín­um tíma,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við: „Þeir eru ekk­ert hætt­ir hjá Lyf og heilsu. Sam­keppn­in held­ur áfram og ég er enn á kafi í stríðinu vegna þess að þetta mál nær til birgja. Það er ekki eins og það hafi verið skorið á það með þess­um úr­sk­urði. Það er fullt af fyr­ir­tækj­um sem ég er að glíma við þar sem ég nýt ein­fald­lega ekki sömu kjara og Lyf og heilsa en er samt bund­in við að selja þeirra vör­ur. “

Í sam­tali við mbl.is sagðist Ólaf­ur enn ekki hafa haft tíma til þess að kynna sér efni dóms­ins þar sem hann hafi verið á kafi í vinnu í all­an morg­un.  

„Ég geri ráð fyr­ir að kvört­un mín hafi verið á rök­um reist og ég vissi það al­veg fyr­ir. Miðað við upp­hæð sekt­ar­inn­ar þá finnst mér nú lík­legt að þeir hafi fundið eitt­hvað meira held­ur en það sem ég var að kynna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert