Vonbrigði að ekki náðist samkomulag

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Ernir Eyjólfsson

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir það vonbrigði að ekki náðist samkomulag við Hollendinga og Breta á samningafundinum vegna Icesave í íslenska sendiráðinu í Lundúnum í gær. Hann segir þó ekki fullreynt að ná samkomulagi í deilu ríkjanna og að enn séu tækifæri í stöðunni. Bilið hafi minnkað en sé enn mikið milli deiluaðila.

Að sögn fjármálaráðherra verður fundað með íslensku samninganefndinni síðar í dag en hún er væntanleg til landsins síðdegis.

Íslenska sendinefndin sendi bresku og hollensku sendinefndunum punkta fyrir fundinn í gær og segir Steingrímur að þær hafi því haft tækifæri til þess að fara yfir stöðuna fyrir fundinn. En nefndirnar hafi ekki komist af stað með tilboðið á fundinum í gær og að enn sé stál í stál milli viðsemjenda. 

Nánar verður rætt við Steingrím í mbl.sjónvarpi á eftir.

WikiLeaks hefur birt tilboð Íslendinga og Hollendinga og Breta á vef sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert