Djúpstæður klofningur er kominn upp í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Í flokknum er mikill málefnalegur ágreiningur um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, um vinnubrögð öll og málatilbúnað tengdan Icesave-málum, um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og um hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi.
Þetta kemur fram í fréttaskýringu um málefni VG í Sunnudags-mogga í dag.
Þar kemur fram að tvær öndverðar fylkingar séu nú í VG. Önnur er hópur þingmanna í kringum Ögmund Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Kjarninn á bak við Steingrím J. Sigfússon sé á hinn bóginn Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Valur Gíslason og Svandís Svavarsdóttir.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Sunndags-Mogganum.