Djúpstæður klofningur kominn upp hjá Vinstri grænum

Ögmundur Jónasson (l.t.h.), Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarnason.
Ögmundur Jónasson (l.t.h.), Steingrímur J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Ómar Óskarsson

Djúpstæður klofningur er kominn upp í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Í flokknum er mikill málefnalegur ágreiningur um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, um vinnubrögð öll og málatilbúnað tengdan Icesave-málum, um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og um hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu um málefni VG í Sunnudags-mogga í dag.

Þar kemur fram að tvær öndverðar fylkingar séu nú í VG. Önnur er hópur þingmanna í kringum Ögmund Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason.

Kjarninn á bak við Steingrím J. Sigfússon sé á hinn bóginn Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra, Árni Þór Sigurðsson, Björn Valur Gíslason og Svandís Svavarsdóttir.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Sunndags-Mogganum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert