Utanríkisráðuneytið veit nú um 38 Íslendinga á hættusvæðum í Chile, og hefur þar af heyrt frá 23 þeirra. Hinum fimmtán hefur sendiráðið ekki fengið neinar fregnir af.
„Á grundveli þeirra upplýsinga sem við höfum um ástandið er engin sérstök ástæða til að óttast um þetta fólk,“ segir Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu.
Hann segist telja að þessir fimmtán hafi ekki getað látið heyra frá sér sökum þess að símasambandslaust er að mestu við landið. Ráðuneytið hafi einungis getað komist í samband við Chile í gegnum internetið, en hefur þó heyrt af því að einstaka símtöl hafi náð til landsins.
Pétur segir að nöfn þessara fimmtán einstaklinga hafi verið send til norrænna sendiráða í Chile.