Háskólar lykill að lausn vandans

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands,
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, mbl.is/Kristinn

Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skóla Íslands, seg­ir mik­il­vægt að á þess­um erfiðu tím­um að okk­ur tak­ist að skapa þann skiln­ing í sam­fé­lag­inu og meðal ráðamanna á því, að nú þegar Ísland stend­ur á kross­göt­um sé Há­skóli Íslands og há­skól­arn­ir í heild ekki viðfangs­efni til niður­skurðar held­ur lyk­ill að lausn vand­ans.  

En til þess þarf getu til að hugsa stórt.  Það örl­ar á þeirri hugs­un í ís­lensku sam­fé­lagi, eft­ir at­gang síðustu miss­era, að við meg­um ekki leng­ur leyfa okk­ur að hugsa stórt.  Þetta eru senni­lega eðli­leg viðbrögð við því sem á und­an er gengið, sagði Krist­ín við braut­skrán­ingu í dag. Tæp­lega 500 kandí­dat­ar voru braut­skráðir frá Há­skóla Íslands í dag en at­höfn­in fór fram í Há­skóla­bíói.  Kandí­dat­ar voru braut­skráðir af öll­um fræðasviðum Há­skól­ans með 482 próf­gráður.

 Karl hélt ný­lega fyr­ir­lest­ur á málþingi mennta­málaráðuneyt­is­ins þar sem hann lýsti áhersl­um í starfi Karol­inska há­skól­ans.  Eft­ir fyr­ir­lest­ur­inn var Karl spurður hvernig Ísland og Há­skóli Íslands ættu að byggja upp til framtíðar. Karl lagði áherslu á tvennt: 

 „Í fyrsta lagi sagðist hann telja að stjórn­völd ættu að leggja megin­á­herslu á fjár­mögn­un vís­inda og mennt­un­ar, með sama hætti og stjórn­völd í Finn­landi gerðu í krepp­unni og eins og sænsk stjórn­völd eru að gera í dag. 

 Í öðru lagi sagði hann að Há­skóli Íslands ætti, líkt og Karol­inska, að miða hátt og hlúa að því sem best er gert. 

 Karl lagði áherslu á að stærð þjóðar eða há­skóla skipti engu máli hvað varðar mark­miðasetn­ingu og lík­ur á ár­angri.  Hann sagði máli sínu til stuðnings frá vís­inda­manni sem starfaði í litlu sam­fé­lagi í af­skekkt­um bæ í Finn­landi.   Sem áhugamaður um fjall­göng­ur hafði maður­inn sér­stak­an áhuga á að bæta sím­sam­band í fjall­lendi í aust­ur­hluta Finn­lands, ná­lægt rúss­nesku landa­mær­un­um.  Í leit að lausn kviknaði hug­mynd sem varð kveikj­an að Nokia farsím­um.

Boðskap­ur sög­unn­ar var tvíþætt­ur.  Ann­ars veg­ar að stór­ar hug­mynd­ir geti orðið að veru­leika í litl­um sam­fé­lög­um.   Í öðru lagi að lyk­ill­inn að því að þessi hug­mynd varð að mik­il­væg­um þætti í efna­hags­legri upp­bygg­ingu í Finn­landi, var að vís­indamaður­inn starfaði í um­hverfi sem byggt hafði verið mark­visst upp til að styðja þekk­ing­ar­leit af þessu tagi.

Sag­an er áminn­ing til okk­ar um, að það upp­sker hver sem hann sáir.  Ef við stönd­um rétt að upp­bygg­ingu og stuðningi við há­skól­ana sköp­um við frjó­an jarðveg fyr­ir ný­sköp­un af öllu tagi," sagði Krist­ín í ræðu sinni í dag.

Frá brautskráningu HÍ í dag
Frá braut­skrán­ingu HÍ í dag mbl.is/​Krist­inn
mbl.is/​Krist­inn
Frá brautskráningu HÍ í dag
Frá braut­skrán­ingu HÍ í dag mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka