Hefur áhyggjur af Árneshreppi

Í Árneshreppi er minnst byggðalag landsins.
Í Árneshreppi er minnst byggðalag landsins. mbl.is/Hrefna Magnúsdóttir

Símstöðin í Árneshreppi á Ströndum er biluð og er því ekkert landlínusamband til svæðisins. Verið er að vinna að viðgerðum, en sökum ófærðar er erfitt að senda viðgerðarfólk á svæðið.

Margrét Stefánsdóttir, forstöðumaður á samskiptasviði Símans, segir rafmagn hafa slegið út á svæðinu í nótt, sem olli því að gsm og adsl-samband rofnaði um stund. Nú sé adsl og gsm-samband aftur komið á, en símastöðin enn biluð.

Bóndi á svæðin vinnur með tæknimönnum Símans að viðgerðum. „Við vitum ekki hvort það dugi. En það er mjög þungfært þarna, og myndi taka langan tíma að senda menn á staðinn,“ segir Margrét.

Sendir ráðherra opið bréf

Kristján Friðjónsson, sem hefur áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sem búa í hreppnum, sendir samgönguráðherra, Kristjáni L. Möller, bréf um „grafalvarlega“ stöðu þessa minnsta byggðalags landsins. 

Í bréfinu segir m.a.: „Eins og þér er fullkunnugt um er ófært landveginn í hreppinn og búið að vera um skeið og ekki ráðgert að moka fyrr en vorar skv. ákvörðun þinni. Nú hefur svo bæst ofan á að símstöðin í hreppnum er biluð og Síminn getur ekki sent mann norður til að gera við vegna þess að það er ófært. ...

Það að hlýtur öllum hugsandi einstaklingum að vera ljóst að nú má ekki mikið út af bera svo illa fari.“

Viðbót kl. 16:50: viðgerð á Ströndum er lokið og er landlínan komin í lag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka