Vegna slæms veðurútlits á Hellisheiði og Þrengslum næstu klukkutíma er vegfarendur beðnir um að leita sér upplýsinga áður en lagt er á stað. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðurlandi en hálka og skafrenningur á Hellisheiði og snjóþekja og snjókoma í Þrengslum.
Á Vesturlandi er sumstaðar nokkur skafrenningur. Fróðárheiði er ófær en hálka er á Vatnaleið og milli Stykkishólms og Ólafsvíkur. Ekki er þjónusta í dag á vegum norðan Búðardals, hvorki vestur Barðastrandarsýslu né norður á Strandir. Svínadalurinn er þungfær og ófært er í Reykhólasveit og á Þröskuldum.
Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum en Steingrímsfjarðarheiði er þungfær.
Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og í Húnavatnssýslum, hálka á Vatnsskarði og á köflum í Skagafirði. Þverárfjall er þungfært.
Snjóþekja eða hálka er frá Öxnadalsheiði austur á Tjörnes og Mývatn. Þæfingsfærð er á Mývatnsöræfum en með norðausturströndinni er ófært í Öxarfirði og fyrir Melrakkasléttu, og þungfært á Hálsum og Brekknaheiði. Á þessu svæði eru vegir ekki hreinsaðir á laugardögum.
Á Austurlandi er ýmist snjóþekja eða hálka. Éljagangur er með suðausturströndinni og víðast snjóþekja.