Vatnstjón í Sunnulækjaskóla

Allt á floti í Sunnulækjarskóla
Allt á floti í Sunnulækjarskóla Ljósmyndari Egill Bjarnason

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hittust fyrir myndatöku í Sunnulækjaskóla á Selfossi um hádegi í dag. Þegar tveir fóru að skoða sig um gengu þeir inn í kennslurými á  floti og fossaði úr loftlögnum. Vatnstjón er verulegt og óvíst hvort skólastofurnar verða nothæfar eftir helgi.

Að sögn Egils Bjarnasonar var það lán í óláni að frambjóðendur hafa hist í skólanum til myndatöku í dag. Annars hefði líklega lekið framá mánudag. Frambjóðendurnir brettu upp ermar, skrúfuðu fyrir lagnir og kölluðu á slökkviliðið sem kom á staðinn. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er mikið tjón á húsnæði skólans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert